Portfolio
Snærós hefur starfað innan íslenskra fjölmiðla í yfir áratug, fyrst sem blaðamaður og síðar sem stjórnandi og í dagskrárgerð í ljósvakamiðlum.
Hún er eigandi Glerþaksins ehf.
Snærós kennir um þessar mundir blaðamennsku og greinaskrif við Metropolitan háskólann í Búdapest. Hún kemur til með að kenna námskeið um Listmarkaðinn og viðskipti með list við Háskóla Íslands á vorönn 2026.
Snærós hóf feril sinn í fjölmiðlum á Fréttablaðinu snemma árs 2014 og hlaut blaðamannaverðlaun Íslands fyrir viðtal ársins árið 2016. Snærós setti á laggirnar og var verkefnastjóri RÚV núll árið 2017. Hún starfaði einnig við dagskrárgerð í bæði útvarpi og sjónvarpi, meðal annars sem þáttastjórnandi Morgunútvarpsins á Rás 2.
Snærós hefur gefið út fimm rannsóknarmiðaðar útvarpsþáttaseríur, verið samhöfundur og stjórnandi að sjónvarpsþáttaseríu um íslenska fanga í Bretlandi í seinni heimsstyrjöld og stýrt fjölda annarra þáttaraða í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Snærós hefur um nokkurra ára skeið veitt ráðgjöf til fólks sem kemur fram í fjölmiðlum, sem og pólitíska ráðgjöf.
Hún er með BA gráðu í listfræði frá Háskóla Íslands og Columbia University í New York. Hún útskrifast með MA gráðu í Art Management með sérhæfingu í sýningarstjórn frá Budapest Metropolitan University vorið 2025.
Nokkur valin verk
〰️
Nokkur valin verk 〰️
Menntun
BA, Listfræði/
Listasaga
MA (yfirstandandi, Art Management með áherslu á sýningarstjórn
Curriculum Vitae
Störf og samstarfsaðilar:
Glerþakið ehf.
METU, Budapest Metropolitan University
Birtingur
RÚV
Rás 2
Republik
Glassriver
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Fréttablaðið
Kvenréttindafélag Íslands
Samtökin '78
Iceland Airwaves