rannsóknar- &
sögu hlaðvörp
5 vikna námskeið um gerð hlaðvarpa
sem segja sannar sögur
Námskeiðin eru fámenn, mest 7 manna, og á þeim er farið ítarlega í öll undirstöðu atriðin sem þarf að kunna til að gera gott hlaðvarp sem byggir á handriti.
Þátttakendur læra að skrifa spennandi handrit, taka viðtöl, hvernig beita á góðum rannsóknaraðferðum, tæknileg útfærsluatriði, raddbeitingu og lestur og hvernig skapa á hljóðheim sem hentar viðfangsefninu.
Námskeiðin henta öllum þeim sem hafa áhuga á vandaðri hlaðvarpsþáttagerð.
Námskeiðin er í flestum tilvikum hægt að fá niðurgreidd af stéttarfélögum. Hægt er að óska eftir greiðsludreifingu hjá kennara.
Verð 60.000kr
Snemmskráningar-
afsláttur í maí: 50.000
Kennarinn
✶
Snærós Sindradóttir hefur gefið út fjölda hlaðvarpa- og útvarpsþátta á vegum RÚV, sem segja frá dularfullum atburðum, glæpum, sögulegum viðburðum eða ævi og störfum merkra Íslendinga. Þá hefur hún stýrt fjölda þátta í útvarpi og sjónvarpi, og tekið yfir 3000 viðtöl á ferlinum.
Hún hefur starfað í fjölmiðlum síðan 2014 og kennir
blaðamennsku á háskólastigi.
Næstu námskeið
-
Námskeið I
27. ágúst - 24. september
Miðvikudagskvöld 20:00-21:30
Sólvallagötu 79, 101 Reykjavík,
gengið er inn frá Hringbraut.
Húsnæðið hefur gott aðgengi.
Aðeins 7 pláss í boði. -
Námskeið II
1. október - 29. október
Miðvikudagskvöld 20:00-21:30
Sólvallagötu 79, 101 Reykjavík,
gengið er inn frá Hringbraut.
Húsnæðið hefur gott aðgengi.
Aðeins 7 pláss í boði. -
Námskeið III
5. nóvember - 3. desember
Miðvikudagskvöld 20:00-21:30
Sólvallagötu 79, 101 Reykjavík,
gengið er inn frá Hringbraut.
Húsnæðið hefur gott aðgengi.
Aðeins 7 pláss í boði.
-
Sögur og rannsóknir
Á fyrsta kvöldi lærir
þú um leit að sögum,
og fjölmargar ólíkar rannsóknaraðferðir
eftir eðli þeirra. -
Handrit og sögubogi
Á öðru kvöldi lærir þú hvernig koma á góðu handriti saman, hvernig skapa megi spennu og halda hlustandanum við efnið.
-
viðtalstækni og leikreglur
Á þriðja kvöldi lærir þú góða viðtalstækni til að ná því besta fram hjá viðmælendum þínum. Einnig verður farið yfir nokkur lögmál sem vert er að hafa í huga í rannsókn af þessu tagi.
-
raddbeiting og gott hljóð
Á fjórða kvöldi verða kennd undirstöðuatriðin í góðri raddbeitingu og lestri fyrir hljóðefni, svo hlustendur njóti hlaðvarpsins.
-
tækni og hljóðheimur
Lokakvöld námskeiðsins er helgað tæknilegri útfærslu hlaðvarpsins og hvernig skapa má góðan hljóðheim fyrir hlaðvarpið með tónlist, umhverfishljóðum og hljóðbútum.
algengar spurningar
-
Já! Það er í góðu lagi að vera alveg á byrjunarreit. Á námskeiðinu lærir þú meðal annars að finna sögur og sjá hluti frá því sjónarhorni að flest geti orðið að góðu hlaðvarpi.
-
Nei alls ekki. Allar sögur lúta sömu lögmálum óháð því hvað þær fjalla um. Ég mun kenna þér að koma auga á punktana sem standa upp úr í hverri sögu, og sem hægt er að nota sem rauðan þráð í gegnum hlaðvarpið þitt.
-
Jú klárlega. Þegar ég byrjaði að framleiða og skapa sagna- og rannsóknarhlaðvörp komst ég að því að þau lúta allt öðrum lögmálum en önnur störf sem ég hef sinnt í fjölmiðlum. Þú myndir klárlega græða á því að koma á námskeiðið.
-
Já við förum í undirstöðuatriðin varðandi klippingar og blöndun. Tæknin verður tekin fyrir á einu kvöldi námskeiðsins en hún er þó aðeins lítill hluti af hlaðvarpsgerðinni.
-
Það er í raun alveg undir þér komið. Ég set enga pressu um slíkt. Að gera hlaðvarp af þessu tagi tekur langan tíma og mikla vinnu sem næst ekki á einu námskeiði. Markmið mitt er að færa þér öll tólin úr verkfærakistunni minni svo þú getir æft þig og gert þitt eigið rannsóknarhlaðvarp hvenær sem er.
-
Það gæti vel verið. Við skulum ræða hvert tilfelli fyrir sig.