Myndlist
& Elegans
Lekker og skemmtileg kvöld fyrir vinahópa eða vinnustaði sem langar að krydda samveruna.
Þetta er tilvalin leið til að hefja kvöldið áður en haldið er lengra inn í nóttina.
Gestgjafinn, Snærós Sindradóttir, er listfræðingur og kvöldin eru haldin í skapandi og fallegu rými þar sem gestir eru umkringdir myndlist og lífsins lystisemdum.
Lágmarksstærð hópa eru 6 manns. Boðið er upp á léttar, ljúfar veitingar.
Listmarkaðurinn: Bissness & Ánægja
Elegant og skemmtilegt kvöld þar sem farið verður í saumana á leyndarmálum listmarkaðarins.
Hvernig fara viðskipti með myndlist fram og hvaða ótrúlegu sögur liggja að baki listheiminum og lífi listaverkasafnara? Hvernig er best að byrja að safna myndlist? Er myndlist góð eða slæm fjárfesting? Hvað þarf að vita áður en fyrsta verkið er keypt? Hvað ræður því hvað myndlist kostar og hver er dýrasti listamaður heims?
Sköp kvenna:
Listasagan í
Femínísku ljósi
Fyndið, fróðlegt og fagurt kvöld þar sem listasagan er skoðuð út frá þeim konum sem hafa málað, skotið, skorið út og hoggið í aldanna raðir.
Í anda þeirra aktívista sem lengi hafa viljað auka veg kvenna gefst nú einstakt tækifæri til að njóta listasögunnar þar sem kastljósinu er beint að konum.
Myndlist
eftir Myrkur
Sjóðandi heitt kvöld þar sem hulunni er svipt af þeirri myndlist sem látið hefur frjálslyndasta fólk roðna niður í tær, valdið uppþotum hjá trúræknum og kveikt í siðvöndum. Þetta er sagan af list í sinni mest rjúkandi, seiðandi og löðrandi mynd.
18 ára aldurstakmark og alls ekki fyrir ofurviðkvæma!