Hlaðvörp
fyrirtækja
& Stofnana

Fjöldi fyrirtækja og stofnana hafa íhugað að kynna starfsemi sína með gerð hlaðvarpa. Besta leiðin til að standa að því er að starfsmenn, sem hafa gaman af því að láta ljós sitt skína taki verkefnið að sér með brosi á vör.
Hlaðvörp fyrirtækja eru best heppnuð þegar þau eru fróðleg, skemmtileg og auka innsýn viðskiptavina í starfsemina og það sem gerist á bakvið tjöldin í fyrirtækinu,

  • Námskeið fyrir vel valda starfsmenn í öllu sem við kemur hlaðvarpsgerð svo fyrirtækið þitt, félagasamtök eða stofnun glansi út á við.
    Starfsmenn fá kennslu og þjálfun í efnistökum, framkomu og lestri, hljóðvinnslu, tækni o.s.frv. svo þeir geti fullunnið hlaðvörp vinnustaðarins.

  • Virk aðstoð við efnistök, yfirferð á þáttum og áframhaldandi ráðgjöf við hlaðvarpsgerðina.

  • Ákvörðun um efnistök þátta þíns fyrirtækis, aðstoð við leit að viðmælendum og full ritstýring svo þú getir áhyggjulaus gefið hlaðvörpin út og verið stolt/ur af kynningarefninu.

  • Er tækniséní í þínu fyrirtæki sem þarf ekki að læra hljóðklipp og upptökur, en gæti gagnast aðstoð við efnistök eða framkomu? Það er sjálfsagt mál að setja upp styttra námskeið fyrir sérfræðingana þína.

Snærós

Sindradóttir

Snærós hefur starfað í fjölmiðlum síðan 2014. Hún stýrði Morgunútvarpinu á Rás 2 frá 2021-2023 og vaknaði þá með tugþúsundum hlustenda alla virka daga, með stútfullan þátt af fróðlegu umfjöllunarefni. Þá hefur hún stýrt þáttaröðum um jafnréttismál, viðskipti, vinnumarkaðsmál, stjórnmál og margt fleira.

Snærós hefur ritstýrt fjölda hlaðvarpa hjá nýliðum í faginu síðan 2017. Hún skóp og stýrði RÚV núll, sem var leiðandi deild innan Ríkisútvarpsins í gerð hlaðvarpa af ýmissi gerð. Markmið hennar var meðal annars að þjálfa upp nýja kynslóð dagskrárgerðarmanna, en nokkrir lykilstarfsmenn RÚV hófu störf sín hjá deildinni í tíð Snærósar.

Snærós hefur kennt blaða- og fréttamennsku við Metropolitan háskólann í Búdapest og kennir frekari blaðamennsku við Háskólann á Akureyri frá og með haustinu 2025.

Fáið tilboð:
Snaeros@snaeros.is