Meitlun
RÁðgjöf
FRAMKOMA
SAMSKIPTI VIÐ FJÖLMIÐLA
SKÝR SKILABOÐ
BEINAR ÚTSENDINGAR
ÚTGEISLUN OG SJÁLFSTRAUST
ÞJÁLFUN Í
framkomu
og samskiptum
við fjölmiðla
Á Íslandi er alsiða að kalla óreynt fólk í fjölmiðlaviðtöl með skömmum fyrirvara. Ráðgjöf og þjálfun í framkomu í fjölmiðlum er nauðsynleg öllum sem geta átt von á því að þurfa að tjá sig í fjölmiðlum, hvort sem er í ljósvaka eða á prenti. Gott getur verið að þekkja innri uppbyggingu viðtala, vinnubrögð fjölmiðla og hvaða reglur, skrifaðar eða óskrifaðar, eru í gildi í samskiptum við fjölmiðlafólk.
Þjálfun og ráðgjöf Snærósar miðar að því að efla sjálfstraust og gefa þeim góð verkfæri sem geta átt von á opinberri framkomu í fjölmiðlum. Þá snýst ráðgjöfin öðrum þræði um að meitla þau skilaboð sem viðmælandi vill koma á framfæri til að forðast að eiga sitthvað ósagt þegar viðtali er lokið.
Ráðgjöfin hentar öllu því fólki sem fer fyrir opinberum stofnunum, starfar í stjórnmálum eða innan fræðasamfélagsins, stjórnendum fyrirtækja, listamönnum og forsvarsfólki hvers konar félagasamtaka eða baráttuhópa.
-
fjölmiðlaþjálfun og ráðgjöf
Einstaklingsmiðuð ráðgjöf um fjölmiðlaframkomu, helstu atriði til að hafa í huga í samskiptum við blaðamenn og góða framkomutækni í ljósvakamiðlum.
Farið verður yfir sterka uppbyggingu viðtala, meitlun skilaboða og hvernig best sé að undirbúa sig fyrir beina útsendingu á ljósvakamiðlum. Einnig verða veitt góð ráð til að forðast helstu mistök í viðtölum og samskiptum við fjölmiðlafólk. -
undirbúningur fyrir tiltekið mál
Þjálfun og ráðgjöf sem miðar að undirbúningi fyrir tiltekið viðtal eða umfjöllunarefni. Æfingarviðtöl og málefnadrifin nálgun.
Þjónustan inniheldur alla þá ráðgjöf sem finna má í smærra tilboði, en einnig raunþjálfun í framkomu. Þjálfunin gerir viðkomandi kleift að æfa svör tiltekinna spurninga og fá góða tilfinningu fyrir þeim atriðum sem gætu komið upp í fjölmiðlaviðtali.